Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2010 09:01

Vilja strandblakvöll í Búðardal

Talsverður blakáhugi hefur gripið um sig í Búðardal og nágrenni og þar hefur hópur áhugafólks fullan hug á því að koma upp strandblakvelli. Hópurinn hefur óskað eftir því að fá úthlutað svæði fyrir blakvöllinn við tjaldsvæðið í Búðardal sem er á grónu svæði milli grunnskólans og Mjólkurstöðvarinnar. „Það er skjólgott svæði rétt við sparkvöllinn sem við höfum hug á,“ segir Freyja Ólafsdóttir einn helsti hvatamaður blakíþróttarinnar í Búðardal.  „Við höfum verið að iðka blak hérna tólf manna hópur karla og kvenna í tvo vetur og sendum meira að segja lið á öldungamótið síðasta vor. Við erum með blaktíma tvisvar sinnum í viku að vetrinum í íþróttahúsinu á Laugum og nú viljum við endilega koma okkur upp strandblakvelli, en þeir hafa verið settir upp víða um land síðustu árin. Þetta finnst okkur mjög gott framlag í því að auka afþreyinguna hérna á svæðinu.“

 

 

 

Freyja segir standblakvöllinn ekki dýra framkvæmd. „Það er gott að hafa einhverja styrktaraðila en nú vantar okkur bara að sveitarfélagið úthluti okkur svæði. Við erum að vonast til að völlurinn verði kominn í notkun í ágústmánuði,“ segir Freyja Ólafsdóttir. Byggðarráð Dalabyggðar tók jákvætt í erindi blakhópsins og fól Boga Kristinssyni byggingarfulltrúa að koma með tillögur varðandi staðsetningu vallarins með tilliti til framtíðarnotkunar á tjaldsvæðinu í huga. Nýjasti strandblakvöllur landsins er einmitt á Vesturlandi, en hann var tekinn í notkun á Sandaragleðinni á Hellissandi á dögunum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is