Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2010 03:01

Vinna 50 tonn á sólarhring

„Veiðarnar hafa gengið vel en voru reyndar tregar núna síðasta sólarhringinn,“ segir Runólfur Guðmundsson hjá G. Run í Grundarfirði um makrílveiðarnar í samtali við Skessuhorn í gær, en skipin Helgi og Hringur eru nú í sinni þriðju veiðiferð frá því veiðarnar byrjuðu á mánudegi í síðustu viku. Í fyrstu veiðiferðinni komu skipin með 40 tonn og síðan 80 tonn í þeirri næstu. Makrílkvóti G. Run. er tæplega 400 tonn.

Runólfur segir vinnsluna ganga vel en hún afkastar um 50 tonnum yfir sólarhringinn. Makríllin er hausskorinn og slógdreginn áður en hann fer í frystingu. Fiskurinn er fallegur af miðunum vestur af Reykjanesi þar sem skipin eru nú að veiðum. Runólfur segir að það hafi gengið vel að prufukeyra, en alls starfa rúmlega 80 manns í vinnslunni hjá G. Run.

 

 

 

Tveir bátar stunda strandveiðar á makríl frá Snæfellsnesi. Annar báturinn er gerður út frá Keflavík og heitir Blíða og hinn er Sæhamar frá Rifi. Þeir bátar þurfa styttra að fara til að ná í hráefni og það berst því hratt til vinnslunnar. Í vinnslunni í Rifi verður makríllinn einnig unnin í flök, en hátt verð er nú fyrir makríl á mörkuðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is