Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2010 04:53

Vika í Unglingalandsmót í Borgarnesi

Nú er undirbúningur Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi á lokastigi enda aðeins vika í mót. „Nú erum við að leggja lokahönd á þetta,“ sagði Margrét Baldursdóttir verkefnastjóri mótsins. „Við höfum ekki þurft að stríða við nein stór vandamál. Vel hefur gengið að manna allar stöður og þónokkuð af fólki hefur boðið sig fram sem sjálfboðaliðar. Við getum þó ennþá tekið við fleiri sjálfboðaliðum til að létta undir með þeim sem fengu mesta vinnu úthlutaða. Það er margt fólk sem stendur á bak við svona mót og margir hafa ekki gert neitt annað síðastliðna daga og vikur en að undirbúa helgina,“ sagði Margrét.

 

 

 

Álfheiður Marinósdóttir tjaldbúða- og öryggisvörður segir mikla vinnu hafa farið í að gera tjaldsvæðið í Kárastaðalandi tilbúið. „Tjaldbúðirnar í Kárastaðalandi eru orðnar hinar glæsilegustu og eru á fallegum og friðsælum stað rétt utan við bæinn.“

 

Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins og Friðrik Aspelund formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar eru að vonum orðnir spenntir fyrir verslunarmannahelginni. „Ég hef fína tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Ómar. „Ef ég miða við undanfarin mót er þetta allt á góðu róli. Næsta mót á alltaf að vera það besta. Við bætum okkur á hverju ári, lærum af mistökunum og spáum í hvað við getum gert til að gera næsta mót betra.“

 

Friðrik tók í sömu strengi og sagði undirbúninginn ganga vel. „Við erum svo heppin hér að aðstaðan var ágæt fyrir svo við þurftum ekki að fara í neinar stórar framkvæmdir.“

 

Keppt verður í tíu greinum á mótinu; Mótorkrossi, golfi, glímu, tafli, fótbolta, körfubolta, frjálsum, sundi, hestaíþróttum og dansi. Aldrei áður hefur verið keppt í dansi en í Borgarfirði er mikill áhugi fyrir dansiíþróttinni og þess vegna var honum bætt við. Mótið hefst fimmtudaginn 29. júlí en skráningu lýkur á morgun, föstudaginn 23. júlí.

 

Ýmsar gagnlegar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Unglingalandsins www.ulm.is en þar verður hægt að nálgast dagskrá mótsins, kort af bænum og allar helstu upplýsingar varðandi einstakar greinar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is