Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2010 02:29

Íbúafjöldinn tvöfaldaðist á klukkutíma

Íbúafjöldinn í Grundarfirði tvöfaldaðist á einum klukkutíma í morgun þegar tvö skemmtiferðaskip lögðust við festar í Grundarfjarðarhöfn. Mjög líflegt er nú um að litast í Grundarfirði, en þar er einnig hafin bæjarhátíðin Á góðri stund. Brottfluttir Grundfirðingar eru að fjölmenna í bæinn er hátíðin mun standa yfir um helgina. Jónas Guðmundsson ferðamálafulltrúi í Grundarfirði segir að veðurspáin hafi gert það að verkum að gestir á bæjarhátíðina komi nú seinna í bæinn en áður, en venjulega hafi margir komið á miðvikudegi og fimmtudegi. „Þetta er mjög gott start fyrir helgina að fá fólkið af skemmtiferðaskipunum í bæinn og gaman að geta sýnt bæinn í hátíðarlitum,“ sagði Jónas en á bæjarhátíðinni skarta bæjarhlutarnir hver sínum lit í Grundarfirði.

 

 

 

Skemmtiferðaskipin tvö eru tignarleg þar sem þau lágu við festar í Grundarfjarðarhöfn. Fyrra skipið kom klukkan sjö í morgun og fór aftur fyrir hádegi, en það heitir le Boreal og var að koma í fyrsta skipti til Grundarfjarðar. Það skip er 114 metra að lengd og er lítið miðað við Ocean Prinsess sem lagðist við festar klukkan átta, en Prinsessan er 261 metri að lengd. Með því skipi voru 662 farþegar en 212 á le Boreal, alls 874 farþegar fyrir utan áhöfn, eða svipað og íbúafjöldi er í Grundarfirði. Seinna skipið heldur frá Grundarfirði síðdegis í dag en þá verður væntanlega gestafjöldinn í Grundarfirði orðinn mikill vegna bæjarhátíðarinnar.

 

Jónas ferðamálafulltrúi sagði að þegar skemmtiferðaskipin komu í morgun hafi lítill hópur farþega stigið upp í rútu þar sem ferðinni var heitið að Gullfossi og Geysi. Fólkið hefur þó væntanlega rétt náð að bregða sér út úr bílnum til að smella myndum af þessum perlum íslenskrar náttúru áður en lagt var af stað til baka í Grundarfjörð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is