26. júlí. 2010 09:01
Á undanförnum árum, ekki hvað síst síðasta sumar og haust, bárust margar kvartanir vegna lausagöngu búfjár á veginum við Þórisstaði í Svínadal, innan friðlanda vestan vegar yfir Ferstikluháls ásamt því að kirkjugarðurinn í Saurbæ hefur orðið fyrir skemmdum af völdum sauðfjár. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sveitarstjórnar 22. júní sl. að óska eftir kostnaðaráætlun frá byggingafulltrúa varðandi viðhald og endurbætur á girðingu frá Svarthamarsrétt að Kúhallará. Kostnaðaráætlunin liggur nú fyrir og hefur sveitarstjórn óskað eftir fundi með hagsmunaaðilum varðandi lausagöngu búfjár á framangreindu svæði. Fundurinn verður í Fannahlíð í kvöld, mánudaginn 26. júlí kl. 20.00.