23. júlí. 2010 03:54
Á miðnætti í kvöld lýkur skráningu keppenda á 13. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 29. júlí til 1. ágúst. Að sögn forsvarsmanna mótsins er útlit fyrir mikla þátttöku en nú síðdegis höfðu ríflega 1.200 krakkar skráð sig til keppni. Þess má geta að á unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í fyrra tóku um 1.500 þátt en árin þar á undan voru keppendur yfirleitt um 1.000 talsins. “Mótsgjaldið er kr. 6.000 og heppilegast er að greiða inn á reikning mótsins áður en mótið hefst. Greiðendur eru beðnir um að láta kennitölu keppanda koma fram og sýna greiðslukvittun þegar mótsgögn eru sótt. Reikningsnúmerið er: 0186-26-6908 og kennitala: 670269-0869,” segir í tilkynningu frá landsmótsnefnd.