24. júlí. 2010 01:10
Kosið er í Reykhólahreppi til sveitarstjórnar í dag, laugardaginn 24. júlí. Endurtaka þurfti kosningarnar frá því í vor þar sem ekki hafði rétt verið staðið að auglýsingu fyrir þær. Kosið er óbundinni kosningu og eru því allir í kjöri utan þrír sem báðust undan endurkjöri. Þetta eru þau Egill Sigurgeirsson, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir. Kjósa þarf fimm aðalmenn og fimm til vara. Kosning fer fram á skrifstofu Reykhólahrepps til klukkan 18 í dag. Á hádegi hafði um fjórðungur kjósenda nýtt kosningarétt sinn.