26. júlí. 2010 10:09
Skessuhorn kemur út að venju næsta miðvikudag. Vakin er athygli á að starfsmenn verða flestir í sumarfríi vikuna eftir það blað og kemur Skessuhorn því ekki út miðvikudaginn 4. ágúst. Þeir sem þurfa að koma tilkynningum á framfæri fyrir viðburði sem verða fyrstu dagana í ágúst er því bent á að nota blaðið sem kemur út í þessari viku til að kynna þá. Efni og auglýsingar sendist á skessuhorn@skessuhorn.is (helst í dag), en einnig er minnt á auglýsingasímann 433-5500. Skessuhorn kemur svo út 11., 18. og 25 ágúst. Loks er minnt á að fréttavakt verður alla daga hér á vef Skessuhorns.