Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2010 07:01

Um 1500 keppendur skráðir á Unglingalandsmótið

Keppt verður í tíu greinum á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um helgina. Þetta eru motocross, golf, glíma, skák, knattspyrna, körfubolti, frjálsar íþróttir, sund, hestaíþróttir og dans. Aldrei áður hefur verið keppt í dansi en í Borgarfirði er mikill áhugi fyrir dansíþróttinni og þess vegna var honum bætt við. Önnur nýlunda að þessu sinni er fyrirkomulag verðlaunaafhendingarinnar. Verðlaunapalli verður komið fyrir á milli íþróttaleikvangsins og sundlaugar og þar verða verðlaunaafhendingar á fyrirfram ákveðnum tímum. „Ég tel að þetta verði með betri sniði en áður. Verðlaunaafhendingin hefur áður verið á miðjum velli og frjálsíþróttirnar og sundið tekur mun lengi tíma en aðrar greinar. Þá hefur oft verið erfitt fyrir afa og ömmur að taka myndir úr stúkunni,“ segir Margrét Baldursdóttir verkefnisstjóri landsmótsins í samtali við Skessuhorn. 

Mótið hefst fimmtudaginn 29. júlí en aldrei áður hefur það byrjað svo snemma. Ástæðan er sú að körfuboltinn tekur langan tíma og íþróttahúsið í Borgarnesi rúmar bara tvo velli. Skráningu lauk föstudaginn 23. júlí síðastliðinn en krakkar voru hvattir til að skrá sig tímanlega. Um 1500 keppendur hafa skráð sig til leiks og er það svipaður fjöldi og var á Sauðárkróki í fyrra. Yfirleitt hafa keppendur verið um 1000 á þessum mótum og gestir samtals í kringum 10.000. Á Sauðakróki í fyrra varð þó aukning og um 1500 krakkar tóku þátt og gestir bæjarins voru um 15.000.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is