27. júlí. 2010 08:01
Tónlistarhátíðin Gæran 2010 verður haldin á Sauðárkróki í fyrsta skipti dagana 13. og 14. ágúst nk. Í kringum 20 hljómsveitir munu stíga á stokk á tveimur dögum. Einnig verða sýndar þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlistarmenn. Fer hátíðin fram í sútunarverksmiðju Loðskinns. Tónlistarmenn og hljómsveitir sem munu spila á hátíðinni eru: Davíð Jóns, Svavar Knútur, Myrká, Biggi Bix, Bróðir Svartúlfs, Erpur/Sesar A, Hljómsveit Geirmundur Valtýssonar, Gillon, The Vintage, Morning after Youth, Hælsæri, Bárujárn, Fúsaleg Helgi, Binni Rögg, Best fyrir, Bermuda, Nóra, Hoffmann, Múgsefjun og Herramenn. Er þessi listi ekki tæmandi að sögn hátíðarhaldara. Nánari upplýsingar má nálgast á www.gæran.is en miðar eru seldir á www.midi.is