Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2010 09:01

Hítará uppþornuð á efsta svæðinu þar sem ekkert rennsli er úr Hítarvatni

Þurrkar og hlýindi í sumar eru víða farin að hafa áhrif. Þannig hefur Skessuhorn m.a. greint frá því að vatnsborð Hlíðarvatns í Kolbeinsstaðahreppi hefur snarlækkað í sumar sem og Selvallavatn norðan við Vatnaleið á Snæfellsnesi.  En það er víðar sem þurrkarnir eru farnir að hafa áhrif. Nú er svo komið að efsti hluti Hítarár í Hítardal er uppþornaður. Einungis er örlítið rennsli úr Hítarvatni og má segja að það seytli í árfarveginum um kílómetra leið, eða niður að Klifssandi. Eftir það seytlar áin milli botnssteina þangað til hún þornar alveg neðan við Valfell. Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal fór að skoða aðstæður í síðustu viku.

“Frá þessum stað við Klifssand og niður að Hróbjörgum, sem eru við ána aðeins fyrir innan bæinn Hítardal, er áin þurr, þó á einstaka stað sé örlítil hreyfing á vatni milli botnssteina. Þar kemur allstór lind undan hrauni og bjargar málum úr því, en það er 7-8 kílómetra neðan við Hítarvatn. Þessi kafli er því uppþornaður að heitið getur.” Finnbogi segir að þetta sé að sjálfsögðu mjög sérstök staða, en þó ekki einsdæmi. “Ég upplifði þetta árið 1985, í enda ágústmánaðar. Minnir þó að vatnslausa svæðið hafi ekki verið svona langt þá. Áin hafði greinilega verið uppþornuð einhverja daga að minnsta kosti þegar ég fór að skoða aðstæður síðasta fimmtudag,” sagði Finnbogi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is