29. júlí. 2010 10:01
Golf er án efa ein vinsælasta íþróttin á landinu í dag. Golfmót eru haldin hverja helgi á sumrin, golfvellir landsins eru sneisafullir af kylfingum á nánast hverjum degi og þegar veðrið leikur við landann líkt og síðastliðnar vikur er það ekki síst útivistin sem heillar. Á Vesturlandi eru margir kylfingar, golfklúbbar og golfvellir. Skessuhorn tók samantekt á nokkrum stærstu golfvöllum landshlutans. Niðurstaðan er sú að veruleg aukning er víðast hvar í golfiðkun milli ára hér á Vesturlandi, eða allt upp í 50% fjölgun félagsmanna milli ára þar sem hún er mest.
Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni vikunnar.