28. júlí. 2010 01:08
Víkingur Ólafsvík mætir FH í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Stuðningsmenn Víkings ætla að hittast kl. 16:30 og hita upp fyrir átökin á plani Glugga- og Hurðasmiðjunnar sem staðsett er að Hvaleyrarbraut 39 Hafnarfirði. Pylsur og gos verða í boði Söluskála ÓK, Brauðgerð Ólafsvíkur og Vífilfells. Andlitsmálun verður fyrir börnin auk þess sem Víkingsbolir og derhúfur verða til sölu.
Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli kl. 19:15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á KR velli á morgun en þá taka KR á móti Fram. Víkingur Ólafsvík hefur aldrei komist svona langt í keppninni áður en KR hefur oftast þessara félaga hampað bikarmeistaratitlinum eða 11 sinnum. Framarar hafa unnið til hans sjö sinnum og FH í eitt skipti. Úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.