Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2010 05:13

Tveir tapleikir Vesturlandsliða á útivelli

Vesturlandsliðin í þriðju deildinni í knattspyrnu töpuðu bæði á útivelli í gær. Grundarfjörður lá fyrir KB mönnum 4-0 þegar þeir mættust á Leiknisvelli og Skallagrímur tapaði fyrir Tindastól 2-0.

 

 

 

 

Til að byrja með var leikurinn fremur jafn á Leiknisvelli. KB menn komu hins vegar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og settu mark strax á 46. mínútu. Markið blés heldur betur lífi í heimamenn en þeir skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Lokatölur urðu því KB 4 – Grundarfjörður 0.

 

Skallagrímur fór norður á Sauðárkrók í gær þar sem þeir léku á moti Tindastóli. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu þegar boltinn endaði í netinu eftir mikla baráttu í markteignum. Skallagrímsmenn voru allan tímann inni í leiknum og átti Eyþór Ólafur Frímannsson góðan leik í markinu. Gestirnir komust oft nálægt því að jafna og áttu meðal annars gott skot í þverslá í seinni hálfleik. Rétt fyrir leikslok kom síðan annað mark Tindastóls og úrslit leiksins því 2-0.  

 

Næsti leikur liðanna er gegn hvoru öðru föstudaginn 6. ágúst þegar Skallgrímur fær Grundarfjörð í heimsókn.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is