Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2010 01:05

Bikarævintýri Víkinga lokið

Víkingur Ólafsvík datt út úr VISA-bikar karla í knattspyrnu í undanúrslitaleik við FH í gærkvöldi. Ætla má að Ólafsvík hafi staðið mannlaus eftir heima, svo stór var stuðningsmannahópur Víkinga í Kaplakrika. Úrslitin urðu 3-1 FH í vil eftir heldur jafnan leik og góða baráttu.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Víkingar mættu ákveðnir til leiks. Gestirnir áttu fyrstu færi leiksins og voru óheppnir að ná ekki að nýta sér þau. FH komst betur inní leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik og skoruðu þeir fyrsta mark leiksins á 40. mínútu með skalla. Víkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig; áttu góða sókn aðeins tveim mínútum seinna sem endaði í netinu með sjálfsmarki varnarmanns FH. Staðan var því 1-1 í hálfleik.

FH-ingar voru mun líflegri í seinni hálfleik og komust yfir á 57. mínútu. Víkingar gáfust þó ekki upp og fengu nokkur tækifæri til að bæta við marki án árangurs. Á 75. mínútu fengu Víkingar dæmt á sig víti sem heimamenn skoruðu örugglega úr. Eftir þetta þriðja mark FH-inga dró ekki mikið til tíðinda en gestirnir gáfust þó aldrei upp. Segja má að Víkingar hafi hér mætt ofjörlum sínum enda eru FH núverandi Íslandsmeistarar en Víkingur Ó. spilar í annarri deildinni. Víkingar mega vera stoltir af því að hafa komist svona langt enda hefur það aldrei áður tekist í sögu félagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is