Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2010 09:03

Super Mama Djombo í Landnámssetrinu

Hljómsveitin Super Mama Djombo leikur á tónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar sunnudaginn 8. ágúst næstkomandi. Tónleikarnir verða í Landnámssetrinu í Borgarnesi og hefjast klukkan 21.30. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr. Super Mama Djombo er þekktasta hljómsveit Gíneu-Bissá og mörg laga hennar eru nú þegar hluti af gíneönskum menningararfi. Á tónleikunum munu þeir kynna fjölbreytta tónlist sína og má reikna með seiðandi tónum í Landnámssetrinu.

Hingað til lands koma níu meðlimir Super Mama Djombo. Atchutchi, höfundur flestra laga og texta, er eitt þekktasta ljóð- og tónskáld landsins. Zé Manel slagverksleikari, einnig texta og lagahöfundur, hefur gefið út nokkra hljómdiska í eigin nafni og er höfundur tónlistarinnar í fyrstu afrísku óperunni. Saxófónleikarinn Miguelinho og Armando, sem slær congas, hafa verið með frá upphafi eins og Zé og Atchutchi. Aðrir meðlimir eru yngri tónlistarmenn sem hafa tekið þátt í að endurvekja tónlist Mama Djombo við miklar vinsældir landsmanna, söngvararnir Tino og Binham, Pitchetche á gítar, Moisés á bassa og Ivan á hljómborð.

 

Nýjasti hljómdiskur sveitarinnar, Ar puro var tekinn upp á Íslandi í nóvember árið 2007 í Sundlaug Sigur Rósar í Mosfellsbæ og gefinn út af Smekkleysu. Hljómsveitin kom síðan fram á Listahátíð 2008 og hélt tvenna tónleika sem lengi verða í minnum hafðir meðal þeirra sem voru á staðnum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is