Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2010 10:01

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi

Árni Múli Jónasson lögfræðingur hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra á Akranesi næstu fjögur árin. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs Akraness í gær 29. júlí. Það var samhljóða niðurstaða bæjarráðs að leggja til við bæjarstjórn að Árni Múli Jónasson verði ráðinn í starfið. “Ég er afskaplega glaður yfir ráðningunni,” sagði Árni Múli í samtali við Skessuhorn. “Ég er fullur tilhlökkunar og jafnframt ábyrgðar. Þetta verður ekki auðvelt viðfangsefni en ég tel að það verði mjög áhugavert. Ég kem ekki inní starfið á pólitískum grundvelli og tel mikilvægt að hafa fengið stuðning frá öllum flokkum. Vonandi tekst mér að varðveita það traust sem mér hefur verið gefið,” sagði Árni Múli.

 

 

 

 

 

Árni Múli er 51 árs gamall, lögfræðingur  að mennt, með meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur Arnheiði Helgadóttur sérkennara og eiga þau fjögur börn.  Þau hafa verið búsett á Akranesi síðan árið 2006 og þekkir Árni Múli því vel til á Akranesi. Árni Múli hefur starfað sem fiskistofustjóri frá árinu 2009, en áður var hann m.a. lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og aðstoðarfiskistofustjóri þar til hann tók við starfi fiskistofustjóra.

 

“Það kom mér auðvitað á óvart að ég skyldi vera ráðin því ég vissi af mörgum hæfum umsækjendum. Ég taldi mig þó hafa eitthvað fram að færa og þess vegna sótti ég um,” sagði Árni Múli. Alls sóttu 42 um starf bæjarstjóra á Akranesi, en 3 drógu umsókn sína til baka. Capacent Ráðgjöf hafði umsjón með ráðningarferlinu. Umsóknir voru metnar með tilliti til þeirra hæfniskrafna með fram komu í auglýsingu um starfið og ítarleg viðtöl voru tekin við valinn hóp umsækjenda. Ráðgjafi Capacent ásamt bæjarráði Akraness tók framhaldsviðtöl við þá sem þóttu best uppfylla hæfniskröfur. Þegar öllum viðtölum var lokið hittist bæjarráð að nýju og fór yfir niðurstöður viðræðnanna. Árni Múli verður í ítarlegu viðtali hjá Skessuhorni í næsta blaði sem kemur út 11. ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is