30. júlí. 2010 02:02
Það er í nógu að snúast fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Í gær, fimmtudag, voru menn í óðaönn að setja upp skilti í bænum og auðvelda ferðamönnum þannig ferðir sínar um bæinn. Að sögn lögreglu var sérvegur að tjaldbúðunum í Kárastaðalandi meðal annars vel merktur. Útbúinn var áhættuminni farvegur að tjaldstæðinu svo umferð teppist ekki. Þá voru bílastæði í bænum einnig vel merkt svo fólk myndi ekki leggja farartækjum sínum hvar sem er.