Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2010 01:16

Sveinn Pálsson ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar

Sveinn Pálsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar til næstu fjögurra ára eins og fram kemur á vef Dalabyggðar. Hann var valinn úr stórum hópi umsækjenda og tekur við af Grími Atlasyni sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin tvö ár. Sveinn kemur til starfa þann 23. ágúst næstkomandi.

Sveinn er 48 ára gamall byggingarverkfræðingur, kvæntur Soffíu Magnúsdóttur skólaliða og eiga þau þrjá syni; Magnús Orra háskólanema, Sölva Hrafn menntaskólanema og Pál Andra 11 ára. Undanfarin átta ár hefur hann verið sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í Mýrdalshreppi, en starfaði áður sem verkfræðingur og byggingarfulltrúi. Sveinn hefur í gegnum tíðina verið virkur þátttakandi í ýmsum félagsstörfum og m.a. verið formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá árinu 2007.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is