Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. júlí. 2010 06:09

Fyllist sæluvímu og gleði að vinna við svona aðstæður

„Umferðareftirlitið er umfangsmest hjá okkur í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum,” sagði Jóhannes G. Björgvinsson lögregluþjónn úr Dölunum, þar sem hann var á vaktinni í Borgarnesi í dag. Jóhannes sagðist aðallega sinna svæðinu norður af Búðardal en bregða sér sunnar líka enda mannfjöldinn mestur í og við Borgarnes núna. „Umferðin hefur gengið nokkuð vel og stórslysalaust fyrir sig. Það valt að vísu bíll á Bröttubrekku um miðjan dag í gær en stúlka, sem var í bílnum, slapp með minniháttar meiðsl. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur enda fór hann eina 40 metra niður fyrir veg,” sagði Jóhannes.

Hann segir Unglingalandsmótið í Borgarnesi fara eins vel fram og mögulegt sé. Eitt útkall hafi verið seint í gærkvöldi vegna barns sem hafði týnst en það hafi fljótlega komið í leitirnar og smá umferðaróhapp hafi orðið í fyrradag þar sem stúlka hafi ökklabrotnað. „Þetta er allt til stórrar fyrirmyndar hér í Borgarnesi. Þetta getur bara ekki verið betra. Þetta er til svo stórkostlega gott að maður fyllist bara sæluvímu og gleði að vinna við svona aðstæður,” sagði Jóhannes G. Björgvinsson, lögregluþjónn úr  Dölunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is