02. ágúst. 2010 08:09
Á föstudaginn var afhjúpaður bautasteinn sem verður nokkurs konar minnisvarði um mótið í Borgarnesi. Fyrir er annar bautasteinn en hann er minnisvarði um Landsmótið sem haldið var í Borgarnesi 1997. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Páll Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð sem afhjúpuðu minnisvarðann. Við afhjúpunina minntist Helga Guðrún á þá staðreynd að fyrir Landsmótið 1997 fengu Borgnesingar sjö ár til að undirbúa mótið en að þessu sinni fengu þeir aðeins sjö mánuði.