02. ágúst. 2010 10:09
Rúmlega 250 manns mættu á fjölskylduhátíð SÁÁ sem haldin var um verslunarmannahelgina að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Fjölbreytt skemmtiatriði voru alla helgina og má þar nefna Geirmund Valtýsson, diskótek, diskó fyrir börnin, ratleik, söngvakeppni, varðeld, dansleiki og að sjálfsögðu AA fund og NA fund.