02. ágúst. 2010 04:02
Þorgrímur kúabóndi og ísframleiðandi á Erpsstöðum í Dölum var mættur í Skallagrímsgarð í Borgarnesi til að selja ísinn sinn „Kjaftæði” á laugardaginn. Þorgrímur sagði íssöluna ekki hafa verið mikla þrátt fyrir hitann og sólskinið.
„Mér sýnist að flestir sem koma hingað séu hagvanir hér og þekki til. Að minnsta kosti kannast ég við flesta. Ég hugsa að þeir sem lengra eru að komnir viti hreinlega ekki af Skallagrímsgarðinum og því sem er boðið upp á hérna,” sagði Þorgrímur um leið og hann sneri sér að næsta viðskiptavini.