03. ágúst. 2010 11:04
Á frídegi verslunarmanna flykkist fólk jafnan heim aftur eftir ferðalög helgarinnar. Umferðin gekk þó vel í gær en mikið var að gera við gjaldskýlið við Hvalfjarðargöngin þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið þar um kl. 18. Röð bíla hafði myndast og fór umferðin vaxandi að sögn vakthafa við gjaldskýlið. Lítið var um óhöpp og slys í umferðinni í gær og komust því flestir heilir heim.