03. ágúst. 2010 03:01
Dílaskarfur nokkur olli nokkrum umferðatöfum á Vatnaleið á Snæfellsnesi um helgina. Sá hafði villst af leið og stóðust vegfarendur ekki mátið og hægðu á ferð sinni til að skoða þennan tignarlega fugl. Dílaskarfar eru sjófuglar og því óalgengir á fjallvegum. Mestur hluti stofnsins heldur til á Breiðafirði og því sennilegt að þaðan hafi þessi skarfur komið. Dílaskarfar verpa í eyjum og á skerjum og má því segja að þessi hafi verið á talsverðum villigötum.