Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 11:01

Tröllagarðurinn verður opnaður um helgina

Fyrsti áfangi Tröllagarðsins í Fossatúni verður formlega opnaður um næstu helgi, 6 - 8 ágúst. Tröllagarðurinn hefur verið í uppbyggingu í nokkurn tíma og er þar nú að finna gönguleið, tröllagöngu, þar sem alls kyns ævintýri bíða í einstöku umhverfi. Staðarhaldarinn, Steinar Berg, hefur sérhæft sig í skrifum tröllasagna sem myndskreyttar eru af Brian Pilkington. Tröllagangan liðast um í afar fallegri náttúru upp Stekkjarás, meðfram bökkum Grímsár og tilbaka að Tröllafossum. Einstakt útsýni er til fjallahrings Borgarfjarðar á leiðinni.

 

 

 

 

Í tilefni opnunar Tröllagarðsins í Fossatúni er gestum og gangandi boðið sunnudaginn 8. ágúst að koma og njóta þessa nýja áfangastaðar í ferðaþjónustu í Borgarfirði. Hægt er spóka sig um í Tröllagarðinum en einnig er frítt aðgengi að rómuðu leiksvæði og í leiktækin sem skapað hafa staðnum sérstöðu. Þar er meðal annars 18 holu mini-golfvöllur, risaleikkastali, fjöldi trampólína, sérstök leikjastétt og fleira. Staðarhaldari mun svo hafa leiðsögn í tröllagöngu kl.14 þar sem þessi ævintýralega hugmynd og framtíðaráform verða kynnt.

 

Hægt er að fara stuttan hring, 10-15 mín eða lengri hring sem tekur um 50-60 mín. Gestum gefst kostur á að skoða sögusvið tröllasagna og lesa skemmtilegar upplýsingar um tröll og þátt þeirra í íslenskum þjóðsögum á þar til gerðum myndskreyttum skiltum sem varða gönguhringinn. Spennandi er að heilsa upp á Grýlu, sem nú hefur fengið lögheimili í Fossatúni og hugtakið ,,að fara í pottinn” öðlast nýja merkingu eftir heimsókn í Tröllagarðinn. Þarna er líka að finna burstabæ með dótakassa og leiksvæði barna eins og það var til forna. Rúsínan í pylsuendanum eru svo að fara í tröllaleiki sem eru séstök hönnun staðarhaldara. Hægt er að leika sér eða keppa í tröllataki, tröllatogi, tröllasparki, tröllaorðaleik,  tröllafeti og tröllaparís. Við lok tröllagöngunnar blasir brosmilt, steingert andlit Drífu frá pallinum á veitingahúsinu og ekki ólíklegt að lax stökkvi upp Tröllafossa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is