Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 11:01

Tröllagarðurinn verður opnaður um helgina

Fyrsti áfangi Tröllagarðsins í Fossatúni verður formlega opnaður um næstu helgi, 6 - 8 ágúst. Tröllagarðurinn hefur verið í uppbyggingu í nokkurn tíma og er þar nú að finna gönguleið, tröllagöngu, þar sem alls kyns ævintýri bíða í einstöku umhverfi. Staðarhaldarinn, Steinar Berg, hefur sérhæft sig í skrifum tröllasagna sem myndskreyttar eru af Brian Pilkington. Tröllagangan liðast um í afar fallegri náttúru upp Stekkjarás, meðfram bökkum Grímsár og tilbaka að Tröllafossum. Einstakt útsýni er til fjallahrings Borgarfjarðar á leiðinni.

 

 

 

 

Í tilefni opnunar Tröllagarðsins í Fossatúni er gestum og gangandi boðið sunnudaginn 8. ágúst að koma og njóta þessa nýja áfangastaðar í ferðaþjónustu í Borgarfirði. Hægt er spóka sig um í Tröllagarðinum en einnig er frítt aðgengi að rómuðu leiksvæði og í leiktækin sem skapað hafa staðnum sérstöðu. Þar er meðal annars 18 holu mini-golfvöllur, risaleikkastali, fjöldi trampólína, sérstök leikjastétt og fleira. Staðarhaldari mun svo hafa leiðsögn í tröllagöngu kl.14 þar sem þessi ævintýralega hugmynd og framtíðaráform verða kynnt.

 

Hægt er að fara stuttan hring, 10-15 mín eða lengri hring sem tekur um 50-60 mín. Gestum gefst kostur á að skoða sögusvið tröllasagna og lesa skemmtilegar upplýsingar um tröll og þátt þeirra í íslenskum þjóðsögum á þar til gerðum myndskreyttum skiltum sem varða gönguhringinn. Spennandi er að heilsa upp á Grýlu, sem nú hefur fengið lögheimili í Fossatúni og hugtakið ,,að fara í pottinn” öðlast nýja merkingu eftir heimsókn í Tröllagarðinn. Þarna er líka að finna burstabæ með dótakassa og leiksvæði barna eins og það var til forna. Rúsínan í pylsuendanum eru svo að fara í tröllaleiki sem eru séstök hönnun staðarhaldara. Hægt er að leika sér eða keppa í tröllataki, tröllatogi, tröllasparki, tröllaorðaleik,  tröllafeti og tröllaparís. Við lok tröllagöngunnar blasir brosmilt, steingert andlit Drífu frá pallinum á veitingahúsinu og ekki ólíklegt að lax stökkvi upp Tröllafossa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is