04. ágúst. 2010 04:06
Átta ára drengur týndist í Borgarfirði í gær en björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru komnar í viðbragðsstöðu þegar drengurinn fannst. Hann hafði verið með pabba sínum á Golfvellinum Glanna við Norðurá. Þegar dengurinn skilaði sér ekki aftur eftir að hafa brugðið sér á snyrtingu hafði faðir hans samband við lögreglu. Haft var samband við björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu. Drengurinn hafði þá verið týndur í um tvo og hálfan tíma þegar hann fannst á gangi rétt við Hreðavatnsskála. Skipuleg leit björgunarsveita var ekki hafin.