Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 10:16

Stefnir í óefni ef ekki fer að rigna

Lítið hefur rignt á Vesturlandi í allt sumar og sú væta sem þó hefur fallið hefur verið í formi skúra sem lítil áhrif hafa haft á vatnsbúskapinn sem víða er því orðinn bágborinn. Farið er að bera á vatnsskorti og hefur Orkuveita Reykjavíkur til dæmis beint þeim tilmælum til íbúa í Reykholtsdal að spara neysluvatn. Rennsli í laxveiðiám í Borgarfirði er einnig víða orðið lítið. Tala menn um að stefni í óefni eins og í Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum og í Hítará.  “Ég hef aldrei séð Langá á Mýrum svona vatnslausa eins og hún er þessa dagana, þetta er ótrúlegt. Það verður að fara að rigna og það í nokkra daga,” sagði Ingvi Hrafn Jónsson í samtali við Skessuhorn. Ingvi Hrafn þekkir Langá frá ýmsum sjónarhornum eftir margra ára veru við ána.  

Þá minnkar rennslið enn í Norðurá. Veiðimenn sem Skessuhorn hitti í fyrradag við ána höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir fiskar sem voru til dæmis við Króksbrúna snéru allir hausnum undir streina eða földu sig þar sem góður felustaður er í hylnum. Núna er hópur kvenna við veiðar í Norðurá og gengur rólega. Ef ekki fer að rigna á allra næstu dögum munu fleiri laxar drepast í ánni og jafnvel í fleiri veiðiám á svæðinu.  Því má við þetta bæta að á morgun, föstudag er spáð rigningu um allt land, en einungis í einn dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is