Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 11:48

Margir hafa viljað kynnast leyndardómum Vatnshellis

Vatnshellir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hefur verið vinsæll viðkomustaður eftir að hann var gerður aðgengilegur fólki með talsveðum framkvæmdum og opnaður formlega 15. júní sl. Þá var hellinum jafnframt lokað fyrir almennri umferð honum til verndar og verður eingöngu hægt að heimsækja hann með leiðsögn. 28. júní hófust síðan skipulagðar ferðir í hellinn á vegum þjóðgarðsins með leiðsögn landvarða. Í upphafi voru áætlaðar þrjár ferðir í viku n aðsókn var strax það mikil að bætt var við ferðum klukkan 15:30 á laugardögum og sunnudögum. Auk þess hafa verið farnar nokkrar aukaferðir með hópa. Að sögn Guðrúnar Láru Pálmadóttur hjá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er takmarkaður fjöldi sem kemst með í hverja ferð og er því nauðsynlegt að panta í hellaferðir með góðum fyrirvara. 

Hellaferðin tekur um klukkustund. Gjald fyrir hana er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Þjóðgarðurinn útvegar hjálma og ljós en fólki er bent á að klæða sig vel því hitastigið í hellinum eru einungis um 5°C. Vatnshellir er um 200 metra langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja utan á einum stað þar sem lítillega þarf að beygja sig undir hraunhaft. Hellaferðirnar eru skipulagðar til 15. ágúst og verður framhald þeirra ákveðið eftir reynslu ferðanna í sumar og út frá heimsóknarþoli hellisins. Í hellinum eru viðkvæmar hraunmynanir, m.a. dropasteinar sem hafa örþunna skel og brotna við minnstu snertingu. Vatnshellir er í Purkhólahrauni sem talið er vera 5000-8000 ára gamalt. Í honum eru einhverjir stærstu dropasteinar sem fundist hafa í íslenskum hraunhelli. Flestir þeirra höfðu verið skemmdir en hafa steinarnir nú verið lagfærðir. Einnig eru í hellinum afsteypur af 37 dropsteinum sem voru skemmdir eða fjarlægðir úr Borgarhelli í Gullborgarhrauni til að gefa fólki hugmynd um veröld sem var.

 

Sumardagskrá þjóðgarðsins má finna á vefsíðunni www.ust.is/snaefellsjokull

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is