Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 02:40

Sauðaþjófar enn á ferð

Í vikunni hefur í tvígang borið á sauðaþjófnaði í Borgarfirði og í Dölum. Í gær miðvikudaginn 4. ágúst fundust leifar af lambi í Norðurárdal í Borgarfirði og hafði kjötið verið hirt. Var þetta sambærilegt hræ og það sem fannst undir brúnni yfir Miðá í Mið-Dölum á mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt lögreglu í Borgarbyggð og Dölum voru aðfarir svipaðar á báðum stöðum og svo virðist sem þjófurinn kunni vel til verka. Málið er óupplýst. Helgi Kristjánsson fyrrum frístundabóndi í Ólafsvík hefur ákveðnar kenningar um málið.

 

 

 

 

“Ég þori að fullyrða að þetta eru ekki Íslendingar. Heldur tel ég að þarna séu á ferð útlendingar sem koma til landsins í þeim tilgangi að lifa á landinu. Þeir ferðast um á húsbílum og veiða sér til matar. Þetta er ævintýrafólk sem veit hvað náttúran á Íslandi hefur uppá að bjóða en ég hef þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötnunum. Ég veit að í fyrra hurfu fjögur til fimm lömb við Jökulháls og lömb hafa horfið víðar á Snæfellsnesi. Ég hef grun um að hér hafi verið sauðaþjófur á ferð en þeir ferðast um fáfarna vegi og fara snemma af stað á morgnanna. Þó svo að Íslendingar séu engir englar þá kunna þeir þetta ekki og nenna þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum,” sagði Helgi Kristjánsson í samtali við Skessuhorn í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is