Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2010 02:40

Sauðaþjófar enn á ferð

Í vikunni hefur í tvígang borið á sauðaþjófnaði í Borgarfirði og í Dölum. Í gær miðvikudaginn 4. ágúst fundust leifar af lambi í Norðurárdal í Borgarfirði og hafði kjötið verið hirt. Var þetta sambærilegt hræ og það sem fannst undir brúnni yfir Miðá í Mið-Dölum á mánudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt lögreglu í Borgarbyggð og Dölum voru aðfarir svipaðar á báðum stöðum og svo virðist sem þjófurinn kunni vel til verka. Málið er óupplýst. Helgi Kristjánsson fyrrum frístundabóndi í Ólafsvík hefur ákveðnar kenningar um málið.

 

 

 

 

“Ég þori að fullyrða að þetta eru ekki Íslendingar. Heldur tel ég að þarna séu á ferð útlendingar sem koma til landsins í þeim tilgangi að lifa á landinu. Þeir ferðast um á húsbílum og veiða sér til matar. Þetta er ævintýrafólk sem veit hvað náttúran á Íslandi hefur uppá að bjóða en ég hef þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötnunum. Ég veit að í fyrra hurfu fjögur til fimm lömb við Jökulháls og lömb hafa horfið víðar á Snæfellsnesi. Ég hef grun um að hér hafi verið sauðaþjófur á ferð en þeir ferðast um fáfarna vegi og fara snemma af stað á morgnanna. Þó svo að Íslendingar séu engir englar þá kunna þeir þetta ekki og nenna þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum,” sagði Helgi Kristjánsson í samtali við Skessuhorn í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is