Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2010 09:40

Verulega dregur úr vímuefnanotkun unglinga

Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk grunnskólanna á Akranesi í vor varðandi hagi og líðan ungmenna voru einkar ánægjulegar, að sögn Heiðrúnar Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi. Telur hún ástæðu til að óska unga fólkinu á Akranesi og foreldrum þeirra til hamingju en samkvæmt niðurstöðunum hefur vímuefnaneysla ungmanna minnkað talsvert á undanförnum árum. Ungmennin voru meðal annars spurð að því hvort þau hefðu orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum, hvort þau reyktu daglega og hvort þau hafi prófað hass. Á Akranesi hafa daglegar reykingar 10. bekkinga minnkað niður í 8% frá 14% árið 2008. Þá sögðust 5% tíundu bekkinga hafa orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum miðað við 18% árið 2008. 5% nemenda sögðust hafa prófað hass en þess má geta að 22% tíundu bekkinga á Akranesi sögðust hafa prófað hass árið 2000.

Á landsvísu sögðust 16% ungmenna hafa orðið drukkin síðastliðna 30 daga í ár sem er talsverð lækkun frá því þegar mest var árið 1998. Þá sögðust 42% hafa orðið drukkin í mánuðinum. Í fyrra sögðust 19% ungmenna í 8.-10. bekk á Íslandi hafa orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum svo það er þónokkur lækkun milli ára. Hlutfall þeirra sem reykja daglega hefur einnig minnkað. Í ár segjast 7% ungmenna reykja daglega miðað við 10% í fyrra. Flestir unglingar reyktu daglega árið 1998 eða 23%. Í ár sögðust 6% ungmenna hafa prófað hass en það er mikil fækkun frá 17% árið 1998.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is