Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2010 09:40

Verulega dregur úr vímuefnanotkun unglinga

Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9., og 10. bekk grunnskólanna á Akranesi í vor varðandi hagi og líðan ungmenna voru einkar ánægjulegar, að sögn Heiðrúnar Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi. Telur hún ástæðu til að óska unga fólkinu á Akranesi og foreldrum þeirra til hamingju en samkvæmt niðurstöðunum hefur vímuefnaneysla ungmanna minnkað talsvert á undanförnum árum. Ungmennin voru meðal annars spurð að því hvort þau hefðu orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum, hvort þau reyktu daglega og hvort þau hafi prófað hass. Á Akranesi hafa daglegar reykingar 10. bekkinga minnkað niður í 8% frá 14% árið 2008. Þá sögðust 5% tíundu bekkinga hafa orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum miðað við 18% árið 2008. 5% nemenda sögðust hafa prófað hass en þess má geta að 22% tíundu bekkinga á Akranesi sögðust hafa prófað hass árið 2000.

Á landsvísu sögðust 16% ungmenna hafa orðið drukkin síðastliðna 30 daga í ár sem er talsverð lækkun frá því þegar mest var árið 1998. Þá sögðust 42% hafa orðið drukkin í mánuðinum. Í fyrra sögðust 19% ungmenna í 8.-10. bekk á Íslandi hafa orðið drukkin á síðastliðnum 30 dögum svo það er þónokkur lækkun milli ára. Hlutfall þeirra sem reykja daglega hefur einnig minnkað. Í ár segjast 7% ungmenna reykja daglega miðað við 10% í fyrra. Flestir unglingar reyktu daglega árið 1998 eða 23%. Í ár sögðust 6% ungmenna hafa prófað hass en það er mikil fækkun frá 17% árið 1998.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is