06. ágúst. 2010 10:24
Strandveiðar á veiðisvæðum A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, hafa nú verið stöðvaðar. Strandveiðitímabilinu er því lokið í ár á þessum svæðum. Þá eru strandveiðar bannaðar frá og með 10. ágúst á svæði C, sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps. Á svæði A fengu sjómenn því aðeins leyfi til strandveiða í 19 daga í sumar; sex í maí, fjóra í júní, sex í júlí og aðeins þrjá daga nú í ágúst. Strandveiðisvæðin eru fjögur og er því einungis leyfilegt að veiða á svæði D, sem nær frá Hornafirði til og með Borgarbyggð.