06. ágúst. 2010 01:54
Íslandsmótið í holukeppni í golfi hófst í dag á Garðavelli á Akranesi og mun standa fram á sunnudag. Sú breyting hefur orðið á mótinu að 32 efstu karlkylfingarnir á stigalista Eimskipsmótraðarinnar komust á mótið og 16 efstu í kvennaflokki. Leikið er í átta riðlum í karlaflokki og er kylfingum raðað niður í riðla eftir stöðu á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Kylfingar leika innbyrðis og kemst einn úr hverjum riðli í átta manna úrslit en hjá konunum komast fjórar konur upp úr riðakeppninni í undanúrslit. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er eini keppandinn af Vesturlandi sem tekur þátt í mótinu auk Skagamannsins Birgis Leifs Hafþórssonar sem keppir fyrir GKG.