Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2010 03:04

Samkeppniseftirlitið átelur væntanlegt frumvarp um mjólkurframleiðslu

Samkeppniseftirlitið átelur í umsögn sem það hefur gefið nefndasviði Alþingis þær breytingar sem felast í fyrirhuguðu frumvarpi um ný búvörulög. Þar er fyrirhugað að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafa hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur úr utankvótamjólk. Þessir aðilar eru bændur sem standa að stofnun Vesturmjólkur, nýs fyrirtækis sem þeir ráðgera að vinni úr mjólk í Borgarnesi. Telur Samkeppniseftirlitið að með frumvarpsdrögunum sé verið að þrengja enn frekar að samkeppni og festa samkeppnishömlur enn meira í sessi.  „Frumvarpið felur því í sér að mati Samkeppniseftirlitsins alvararlegar aðgangshindranir, hefur hamlandi áhrif á framleiðslu- og hagræðingarmöguleika bænda og takmarkar samkeppni í vinnslu og sölu mjólkurafurða neytendum til tjóns,” segir orðrétt í álitinu.

Markaður með einkenni samráðshrings

Samkeppniseftirlitið leggst því alfarið gegn því að frumvarpsdrögin verði að lögum. Í þeim felst að leggja megi 110 króna sekt á afurðastöð fyrir hvern innveginn líter utankvóta mjólkur til vinnslu og ætlað er til sölu á innanlandsmarkaði. Samkeppniseftirlitið minnir á að allt frá komu Mjólku á markað árið 2005 hafi verið látið óátalið að unnið hafi verið úr mjólk utan kvóta. “Mjólkurframleiðendur á Íslandi hafa því haft réttmætar væntingar til þess að geta framleitt áfram mjólkurafurðir fyrir íslenska neytendur, þ.e. innanlandsmarkað, án tillits til þess hvort framleiðsla þeirra er ríkisstyrkt eða ekki. Hafa tilteknir bændur í því skyni m.a. ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir, m.a. stækkun á búum og fjárfest í dýrum framleiðslutækjum í því skyni að geta þjónustað íslenska neytendur án styrkja frá ríkinu. Nær lagi væri að styðja slíka atvinnustarfsemi, en að leggja stein í götu framfara og nýsköpunar,” segir orðrétt í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Þá segir að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings sem á heilbrigðum samkeppnismarkaði brýtur í bágu við samkeppnislög. Vísað er til áforma Vesturmjólkur í Borgarnesi sem stefnir að því að setja upp mjólkurvinnslu í Borgarnesi og framleiða þar úr mjólk án ríkisstyrkja. Á bak við Vesturmjólk standa a.m.k. þrjú kúabú sem hafa verulega umfram afkastagetu miðað við kvótaeign.

 

Fákeppni eða einokun?

Í bréfi Samkeppniseftirlits segir að tilkoma Mjólku á markaðinn 2005 hafi haft mjög jákvæð áhrif. “Hún skapaði samkeppnislegt aðhald sem neytendur nutu með auknu vöruúrvali og lægra verði og ennfremur leiddi af tilkomu Mjólku hærra afurðaverð til bænda.” Segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum verði komið í veg fyrir að ný fyrirtæki geti með starfsemi sinni haft sömu jákvæðu áhrif. Þess ber að lokum að geta að fyrirtækin Auðhumla og Kaupfélag Skagfirðinga eiga Mjölkursamsöluna ehf og í fyrra sameinuðust Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka. Fyrirtækin sameinuðust þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hafi talið það skaðlegt samkeppni. Skorti stofnuninni lagaheimild til að bregðast við samrunanum. Verði frumvarpið að lögum er nánast lögleitt að sömu aðilar sitji áfram að nær allri vinnslu mjólkur hér á landi. Einungis sé gert ráð fyrir heimild í frumvarpsdrögunum að framleiða megi úr allt að 15 þúsund lítrum mjólkur til heimavinnslu á hverju búi, en slíkt dugi engan veginn til að draga úr þeim alvarlegu samkeppnishömlum sem frumvarpið leiðir af sér, segir að lokum í áliti Samkeppniseftirlitsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is