06. ágúst. 2010 05:45
Um þessa helgi fer fram tónlistarhátíðin “Extreme Chill Festival 2010 – Undir jökli,” í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Fjöldinn allur af raftónlistarmönnum mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu fyrir heimamenn og aðra gesti. Er þetta í fyrsta sinn sem raftónlistarhátíð er haldin á Íslandi og munu um tuttugu tónlistarmenn koma fram, íslenskir sem erlendir. Rjóminn af íslenskum raftónlistarmönnum munu að sjálfsögðu mæta og má þar nefna Stereo Hypnosis, Ruxpin, Yagya og Futuregrapher.