Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2010 09:02

Roundup virkar vel í baráttu gegn lúpínu

Á vegum Landgræðslunnar hafa að undanförnu farið fram rannskóknir í Gunnarsholti á notkun Roundup illgresiseyðis til að hamla útbreiðslu lúpínu. “Þær tilraunir hafa gefið góða raun. Lúpínan hefur horfið og fjölbreyttur gróður vaxið upp í staðinn,” segir í tilkynningu frá Landgræðslunni. Þá segir að einstaka lúpínuplöntur hafi þó vaxið upp á ný og þeim þurfi að eyða. Skógræktarfólk notar Roundup til að eyða illgresi sérstaklega frá ungplöntum og í annarri ræktun, það er talinn sjálfsagður hluti af ræktunarstarfinu. “Það er mat Landgræðslunnar að Þórsmerkursvæðið sé ein af dýrmætustu náttúruperlum landsins og þar sé lúpínan óæskileg og framandi tegund. Landgræðslan náði samkomulagi við hlutaðeigandi upprekstraraðila fyrir um 20 árum um að friða svæðið tímabundið fyrir beit. Síðan hefur stofnunin unnið þar að uppgræðslu og styrkt sjálfboðaliða til landbóta á svæðinu, en aldrei með lúpínu. Þessar landbætur hafa sýnt að þar er engin þörf á að nota lúpínu til gróðurbóta.

Hún er á nokkrum stöðum á fyrrnefndu svæði, sums staðar hefur hún ekki breiðst út en annars staðar er hún að dreifast hratt út á jökulaurum og melum sem eru að gróa upp í kjölfar friðunar.”

 

Landgræðslan hóf fyrir tveimur árum tilraunir til að hefta þessa útbreiðslu lúpínu á Þórsmerkursvæðinu og lofaði árangurinn góðu um að það myndi takast. Nú í ár neituðu forsvarsmenn Skógræktar ríkisins hins vegar Landgræðslunni um heimild til að eyða lúpínu í Þórsmörk og á Goðalandi en þessi svæði eru á forræði Skógræktar ríkisins. Um þetta segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri: “Verði ekkert að gert mun lúpína því verða alls ráðandi á hluta af Rananum og jökulaurunum framan við Húsadal og berast síðan niður alla Markarfljótsaura, nema þar sem einhver beit er. Á sama hátt mun lúpína berast frá Álfakirkju og um Stakkholt og Steinsholt. Reynslan sýnir að ein planta á Steinsholti var mjög fljót að sá út frá sér og að þekja u.þ.b. einn hektara. Nú hefur Skógrækt ríkisins ekki verið að planta birki í Þórsmörk þannig að órökstudd fullyrðing þeirra um að birkið skyggi út lúpínuna á ekki við þarna. Rannsóknir sýna að birki nemur yfirleitt ekki land í lúpínubreiðum, en vex mjög vel ef því er plantað þar. Umhverfisráðuneytið hefur markað stefnu um að fjarlægja lúpínu af stöðum þar sem hún er ekki talin æskileg, þar á meðal Þórsmerkursvæðinu. Lúpínan hverfur vissulega einhvern tímann frá þeim stöðum sem hún nú er. En ef ekkert er að gert þá mun hún breiðast út yfir afar stór svæði þessarar þjóðargersemar. Landgræðsla ríkisins telur brýnt að koma í veg fyrir þessa þróun,” segir Sveinn Runólfsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is