Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2010 06:45

Afurðastöðvar boða kjaraskerðingu til sauðfjárbænda

Frá sláturhúsi KS.
Sauðfjárbændur þurfa að líkindum að taka á sig kjaraskerðingu í haust sem nemur 4,8% verðbólgu síðustu 12 mánaða, sé miðað við þær verðskrár sem tveir sláturleyfishafar, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga, hafa nú birt. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mun koma saman til fundar síðdegis í dag og ákvarða svokallað viðmiðunarverð sem jafnan er gert á þessum árstíma. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti og formaður LS segir að viðmiðunarverð samtakanna sé reiknað út frá tveimur vísitölum, annars vegar neysluverðsvísitölu og hins vegar aðfangaverðsvísitölu. “Hækkun viðmiðunarverðs tekur mið af þessum vísitölum og með hliðsjón af sölu og ástandi á markaði. Birgðastaða í dilkakjöti er nú góð, það var ágæt sala í júnímánuði og minni birgðir en voru á sama tíma í fyrra,” segir Sigurgeir Sindri í samtali við Skessuhorn. Hann vildi þó ekkert fullyrða um hvaða ákvörðun stjórn LS taki síðar í dag varðandi viðmiðunarverðið. Hann bendir þó á að verðbólga síðustu 12 mánaða hafi verið um 4,8%. Miðað við birgðastöðu og hækkun vísitölu verður því að teljast harla líklegt að LS fari fram á hærra afurðaverð en sláturleyfishafar bjóða.

Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga voru fyrst til að gefa út verðskrár sínar fyrir haustslátrun. Bæði fyrirtækin gera ráð fyrir sama nettóverði í krónum talið til bænda og var í sláturtíð 2009. Raunar lækkar verðið sem nemur því að greiðslur sauðfjársamnings vegna birgðahalds fara nú beint til bænda í stað sláturleyfishafa eins og var.  Hjá SS og KS er verðið hæst fyrir dilkakjöt í fyrstu vikum sláturtíðar og lækkar svo eftir því sem líður á haustið. Fyrir D R3, algengasta flokk dilkakjöts sem 29% skrokkanna flokkast að jafnaði í, greiðir Sláturfélag Suðurlands 434 krónur fyrir kílóið í viku 36 í upphafi sláturtíðar, en það verð fer niður í 378 krónur í viku 41, eða eftir 10. október. Kaupfélag Skagfirðinga greiðir sjónarmun hærra verð fyrir D R3, eða 438 krónur við upphaf sláturtíðar en verðið fer síðan niður í 382 krónur eftir 10. október. Athygli vekur að innan við 1% munur er á verði milli þessara tveggja sláturleyfishafa og ástæða til að halda því til haga að fákeppnisaðstæður ríkja í dag á sláturleyfismarkaði í ljósi þess að bændur t.d. á Vesturlandi geta einungis valið um tvö fyrirtæki til að senda lömb sín til slátrunar. Fjarlægðin útilokar aðra kosti. Þá vekur einnig athygli að sláturleyfishafar eru óvenju snemma að gefa út verð en jafnan hafa Landssamtök sauðfjárbænda gefið út viðmiðunarverð sitt áður en sláturleyfishafa birta verðskrár sínar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is