09. ágúst. 2010 10:30
Þessi mynd er tekin um 30 metra frá strönd Langasands á Akranesi í morgun. Þar kraumaði sjórinn bókstaflega af makríl. Stór torfa af fiskinum var rétt við land og færði sig reglulega nokkra metra og kom síðan aftur upp á yfirborðið og var þá sjórinn eins og sjóðandi pottur á um 20-30 fermetra svæði. Þannig var fiskurinn að leik í um 15 mínútur áður en hann færði sig annað. Mávarnir létu sig aðfarirnar engu skipta.