Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2010 12:41

Góð kartöfluupskera en geymslupláss vantar

Mjög góð kartöfluuppskera virðist verða þetta árið. Í garðlöndum Akurnesinga við Innsta-Vog var fólk byrjað að kíkja undir grösin í byrjun júlí. Þeir sem höfðu sett niður fljótsprottnar kartöflur eru þegar byrjaðir að taka þær upp enda vöxturinn ævintýralegur og margar kartöflurnar eins og rófur á stærð. Aðrar tegundir eins og gullauga og rauðar íslenskar virðast líka spretta vel.  Uppskera var mjög misjöfn við Innsta-Vog í fyrra en virðist nú vera meiri og jafnari. Bætt var við stórum skika vegna ásókn í garða í vor og komið fyrir vatnstönkum svo hægt væri að fá vatn til vökvunar. Þá voru garðarnir plægðir djúpt í vetur og síðan tættir margoft í vor. Þetta virðist allt hafa skilað góðum árangri og eru garðlöndin nú til fyrirmyndar.

Eina sem hrjáir marga garðeigendur er skortur á geymsluplássi fyrir kartöflurnar en Akraneskaupstaður hefur ekki boðið upp á neina kartöflugeymslu síðustu ár eins og gert var í áratuga. Síðasta geymslan var í kjallaranum í austurenda íþróttahússins við Vesturgötu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is