09. ágúst. 2010 04:50
Það hefur væntanlega farið vel um auðkýfinginn Paul Allen, annan stofnenda Microsoft, um borð í risasnekkjunni sinni Octopus þegar hún sigldi fyrir Akranes um miðjan dag í dag. Hvert ferðinni er heitið er ekki gott að segja. Kannski eru það Snæfellsnesið eða Vestfirðirnir sem verða fyrir valinu nema áfangastaðurinn sé enn norðar.