Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2010 11:02

Jófríður Ísdís bætti 37 ára gamalt Íslandsmet

Jófríður Ísdís Skaftadóttir frá Umf. Skipaskaga á Akranesi bætti um síðustu helgi tvö Íslandsmet þegar hún keppti á Elite-móti í kastgreinum hjá FH í Hafnarfirði. Í kringlukasti kastaði Jófríður Ísdís kringlunni 28,83 m og bætti þar með 37 ára gamalt Íslandsmet. Í kúluvarpi kastaði hún 11,81 m sem einnig er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 11,60 m.

Jófríður Ísdís keppti einnig á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina með góðum árangri. Hún sigraði kúluvarpið í flokki 12 ára þegar hún varpaði kúlunni 11,20 m. Í kringlukastinu þurfti hún að keppa í flokki 15-16 ára stúlka þar sem enginn flokkur var fyrir þær yngri. Jófríður varð í 2. sæti með kast upp á 33,30 m en sú sem sigraði kastaði 33,77 m. Þá keppti hún einnig í glímu á mótinu í flokki 11-12 ára og sigraði. Jófríður Ísdís, sem er einungis 12 ára gömul, á því bjarta framtíð fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum haldi hún sama striki. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is