Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2010 09:01

Staða sveitarstjóra í Reykhólahreppi verður auglýst

Ný hreppsnefnd í Reykhólahreppi fundaði í fyrsta skipti sl. mánudag. Gústaf Jökull Ólafsson var endurkjörinn oddviti til eins árs og Andrea Björnsdóttir var kosin varaoddviti til sama tíma. Af fimm hreppsnefndarmönnum gáfu aðeins tveir kost á sér við nýliðnar kosningar, þeir Gústaf Jökull og Sveinn Ragnarsson, og voru þeir báðir endurkjörnir. Nýir hreppsnefndarmenn eru Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Auglýst verður eftir sveitarstjóra en síðasti vinnudagur Óskars Steingrímssonar fráfarandi sveitarstjóra var föstudaginn 6. ágúst síðastliðinn. Staða sveitarstjóra verður auglýst um næstu helgi.

 

 

 

 

Að sögn Gústafs Jökuls vildi nýja hreppsnefndin sjá ákveðnar breytingar og því var ákveðið að framlengja ekki samninginn við Óskar. Honum hafi hins vegar staðið til boða að starfa sem sveitarstjóri út ágúst, eða þangað til nýr sveitarstjóri yrði ráðinn, en hann hefur afþakkað það. Þá verður einnig auglýst eftir skrifstofustjóra hreppsins en Eygló Kristjánsdóttir hefur látið af því starfi sökum þess að hún hefur verið ráðin sveitarstjóri í Skaftárhreppi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is