11. ágúst. 2010 09:48
Morgunblaðið greinir frá því í dag að til standi að fara að selja Victoria's Secret snyrtivörur í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Í fréttinni er því haldið fram að þessar vinsælu amerísku snyrtivörur hafi hingað til ekki verið fáanlegar utan Bandaríkjanna. Þetta er ekki alls kostar rétt því þessar vörur hafa í yfir tvö ár verið seldar m.a. í versluninni Kristý í Borgarnesi, Hár og heilsu á Akureyri og sjálfsagt víðar. Meðfylgjandi mynd er úr safni Skessuhorns og fylgdi með fréttaviðtali við Oddnýju Bragadóttur í Kristý í Borgarnesi sem birtist í júní 2008. Þar sagði m.a. að verslun hennar hefði verið sú fyrsta hér á landi til að hefja sölu snyrtivara frá Victoria´s Secret.