Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2010 12:24

Hundur hundaeftirlitsmannsins hnepptur í varðhald

“Hér komu einhverjir ræningjar, tóku hundinn, fóru með hann í Borgarnes og hnepptu í varðhald á lögreglustöðinni. Þetta er minn aðal smalahundur og ég er náttúrlega bæði sár og svekktur, raunar með algjöran hundshaus yfir þessu,” sagði Sigðurður Halldórsson bóndi á Gullberastöðum í Lundarreykjadal í samtali við Skessuhorn í hádeginu í dag. Ásamt því að stunda búskap á Gullberastöðum er Sigurður jafnframt hundaeftirlitsmaður Borgarbyggðar. Heimilishundur Sigurðar er tík af gerðinni chihuahua. Hún var í morgun á vappi í túnfætinum neðan við bæinn á Gullberastöðum þar sem hin gjöfula laxveiðiá, Grímsá, liðast um túnfótinn. Líkt og aðrir heimilishundar til sveita var tíkin að spóka í sig í sumarblíðunni. Veiðimenn á bakka Grímsár héldu að þarna væri óskilahundur á ferð sem þeir yrðu að koma í öruggt skjól og áttuðu sig ekki á að þar með voru þeir að færa smalahund Sigurðar burt af eigin landareign. Tóku þeir tíkina því til handargagns og fluttu á lögreglustöðina í Borgarnesi í morgun.

Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi upplýsti í samtali við Skessuhorn hvernig málum væri háttað og gat ekki leynt því að vissulega væri málið spaugilegt, ekki síst í ljósi þess að nú þyrfti fulltrúi hundaeftirlitsmannsins að bregða sér í kaupstað til að endurheimta heimilishundinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is