Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2010 11:38

Sigrún Sjöfn á förum í atvinnumennsku

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, körfuknattleikskona úr Borgarnesi hefur skrifað undir atvinnumannasamning við franska liðið Olympique Sannois Saint-Gratien (OSSG), sem leikur í þriðju efstu deild frönsku meistaradeildarinnar í körfu. Hún verður samningsbundin út þetta tímabil, en því lýkur í apríl, og ætlar eftir það að sjá til hvað hún gerir. Sigrún Sjöfn fer utan næsta sunnudag og byrjar æfingar í París strax næsta mánudag. “Mér líst frábærlega á þetta en ég hef stefnt að atvinnumennsku undanfarin ár og því er þetta langþráður áfangi,” sagði hún í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Sigrún Sjöfn, hefur ásamt systur sinni Guðrúnu Ósk, verið í fremstu röð í íslenskum kvennakörfubolta síðustu árin. Þær hófu feril sinn með Skallagrími og hafa lengst af fylgst að í félagsliðum. Í fyrra var fyrsta tímabilið sem þær spiluðu ekki saman, Guðrún Ósk spilar nú með Haukum en Sigrún Sjöfn var hjá Hamri í Hveragerði þar sem hún hefur æft með liðinu í sumar auk þess að æfa ein í Borgarnesi þar sem hún starfaði sem flokksstjóri í unglingavinnunni í Borgarbyggð. Auk þess hefur Sigrún spilað með KR og Haukum. Aðspurð segist hún ekki þekkja mikið til frönsku deildarinnar. Veit þó að líkt og hér heima er keppnin deildaskipt en riðlunum er skipt að einhverju leyti upp eftir staðsetningu þeirra í landinu. Önnur deildin er skipuð 56 liðum sem leikur í 14 riðlum en efri deildarnar tvær hafa 16 og 14 lið hvor deild.

 

Sigrún segist ekki kunna stakt orð í frönsku en fari strax í að læra málið. Það auðveldi henni að sér hafi verið boðin vinna í verslun, það flýti því sjálfsagt að komast inn í málið sem fyrir flesta virkar mjög framandi. Hún er nú að verða klár til utanfarar, á einungis eftir að pakka þessum 20 kílóum af fötum sem má hafa með sér í flug. “Guðrún systir ætlar að hjálpa mér að pakka og svo fer ég út á sunnudagsmorguninn,” segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is