13. ágúst. 2010 03:01
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að efla brunavarnir í sveitarfélaginu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Samþykkt var að yfirfara slökkvitæki og endurnýja rafhlöður í reykskynjurum. Samið hefur verið við fyrirtækið Eldvörn og munu fulltrúar þess senda út boð um væntanlegar heimsóknir. Reiknað er með að verkefnið klárist í þessum mánuði. Jafnframt mun Eldvörn verða með slökkvitæki til sölu til þeirra sem vilja bæta við brunavarnir heimilanna.