12. ágúst. 2010 03:45
Skallagrímsmenn þurfa á sigri að halda í kvöld gegn KB ætli þeir sér uppúr C riðli í þriðju deild karla í knattspyrnu. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í úrslitakeppnina en Tindastóll hefur nánast gulltryggt sér efsta sætið. KB er eins og staðan er núna í öðru sæti með 21 stig en Skallagrímur í því þriðja með 18 stig. Sigri Borganesmenn leikinn í kvöld eru þeir þá orðnir jafnir KB mönnum að stigum. Leikurinn fer fram á Leiknisvelli kl. 19 í kvöld.