Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2010 06:50

Borgarbyggð hyggst kaupa mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær, fimmtudaginn 12. ágúst, var samþykkt að heimila sveitarstjóra að gera tilboð í mennta-  og menningarhúsið að Borgarbraut 54 í Borgarnesi eða ganga til samninga við Íslandsbanka um húsið.  Húsið hefur frá upphafi verið í eigu fasteignafélagsins Menntaborgar ehf., en félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum og því hefur húsið verið í uppboðsferli undanfarið.  Lokauppboð verður miðvikudaginn 18. ágúst n.k. „Borgarbyggð hefur frá því í janúar 2008 verið með húsið á leigu og síðan endurleigt öðrum aðilum hluta hússins.  Samkvæmt ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2009 er nettó skuldbinding sveitarfélagsins kr. 1.151 milljón vegna leigusamningsins.  KPMG hefur unnið sérfræðiálit fyrir Borgarbyggð í samræmi við 65. gr. sveitarstjórnarlaga vegna fyrirhugaðra kaupa sveitarfélagsins á húsinu.  Gert er ráð fyrir að ef Borgarbyggð eignist húsið muni nást fram hagræðing í rekstri sveitarfélagsins og eiginfjárstaða þess styrkjast,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is