Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2010 11:56

Darrell Flake gengur til liðs við Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms er í óða önn að styrkja liðið fyrir komandi leiktímabil, en það keppir í 1. deildinni í vetur. Nú hefur Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake gert samning við liðið, en fyrr í sumar var skrifað undir samninga við nokkra unga og efnilega leikmenn. Flake er körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur. Hann hefur leikið sex tímabil á Íslandi, þar af tvö góð tímabil í Borgarnesi, árin 2006-2008. Á síðasta tímabili lék hann með Grindavík í Iceland Express deildinni þar sem hann var með 20,5 stig og 7,3 fráköst að meðaltali og skilaði 24,1 framlagsstigi að meðaltali í leik.

Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Skallagríms er að vonum sáttur með liðsstyrkinn. Á vef Skallagríms segir Pálmi að það hafi verið nokkuð ljóst að Skallagrímur myndi missa helstu póstana undir körfunni fyrir komandi tímabil, þannig að fljótlega hófst leit að sóknarmanni.  “Ég stakk þessu að Flake fljótlega þar sem við erum miklir félagar og á endanum náðum við saman um að hann kæmi hingað. Það eru náttúrlega frábærar fréttir fyrir okkur. Hann kemur með mikinn styrk undir körfuna þar sem við vorum veikastir fyrir. Einnig kemur hann með mikla reynslu inn í þetta unga lið og á eftir að hjálpa ungu strákunum mikið í vetur. Hann  er líka frábær persóna og góður félagi sem er ekki síður mikilvægt,” segir Pálmi.

 

Baráttan um úrvalsdeildarsæti

„Ég naut þessara tveggja tímabila sem ég spilaði í Borgarnesi. Áhangendurnir voru frábærir. Einnig var ég með frábæra liðsfélaga með mér, þannig að það var ekki erfið ákvörðun að koma aftur í Borgarnes, jafnvel þótt við spilum í 1. deild í vetur.  Markmið mitt í vetur er að hjálpa liðinu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti og einnig ætla ég að leggja mitt af mörkum til þess að móta þessa ungu drengi sem eru í liðinu,“ segir Flake í spjalli við Skallagrímssíðuna.

 

Sjá nánar: www.skallagrimur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is