Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2010 07:01

Segir fimmtán þúsund lítra ívilnun til heimavinnslu vera til bóta

Í frumvarpi til breytinga á búvörulögum, mjólkurfrumvarpinu svokallaða, er gert ráð fyrir því að bændur sem stunda heimavinnslu á mjólk fái ívilnun upp á 15.000 lítra utan greiðslumarks sem þeir geti þá nýtt til sinnar framleiðslu. Eftir sem áður er þeim sem stunda heimavinnslu heimilt að framleiða að vild úr mjólk af því greiðslumarki sem er til staðar á búunum.

Á Erpsstöðum í Dölum er rekið stórt kúabú og ferðaþjónustubýli þar sem meðal annars er heimavinnsla og sala á ís, skyri og ostum. Að sögn Þorgríms Einars Guðbjartssonar bónda á Erpsstöðum er þær vörur unnar úr hátt í 30.000 lítrum á ári. Gerir hann ráð fyrir að sú framleiðsla fari upp í allt að 35.000 lítra á ári. Þorgrímur sagði fyrir helgi í samtali við bbl.is að það væri vissulega búbót að fá ívilnun upp á 15.000 lítra utan greiðslumarks til þeirrar framleiðslu.

„Jú, þetta hefði jákvæð áhrif á minn rekstur. Miðað við það sem ég hef verið að kynna mér þá er aðalatriðið að fá þessa heimild, fá inn þessa lítratölu. Það má þá mögulega sækja meira magn með breytingum síðar.“

Þorgrímur segir að það sé auðvitað matsatriði hvort að það eigi að miða við 15.000 lítra eða hærri tölu. „Þetta er auðvitað til bóta fyrir þá sem ætla sér af stað í þessa heimavinnslu, eins lengi og þetta er kerfið sem er til staðar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is